Um okkur

Norðurslóða-viðskiptaráðið

Markmið Norðurslóða-viðskiptaráðsins (IACC) er að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Íslands og annarra norðurslóðaríkja.

Í samræmi við markmið ráðsins skal það m.a. vinna að því að standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna á
norðurslóðunum, skipuleggja fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni um viðskiptatækifæri á norðurslóðunum, skipuleggja heimsóknir aðila í viðskiptalífi þeirra ríkja sem eiga landsvæði að norðurslóðunum og annarra áhugasamra aðila, vinna með stjórnvöldum, háskóla- og fræðasamfélaginu og öðrum viðeigandi aðilum hérlendis og erlendis, m.a. til að samþætta viðskiptatengda vinnu í málefnum norðurslóðanna og Veita beina þjónustu samkvæmt ákvörðun stjórnar, s.s. upplýsingar um viðskiptatengiliði, aðstoð við að koma á viðskiptatengslum á milli fyrirtækja og miðlun upplýsinga er varða viðskipti á svæðinu.

 

Stjórnin

Heiðar Guðjónsson, Eykon Energy - Formaður
Birgir Ómar Haraldsson, Norðurflug - Varaformaður
Elva Gunnlaugsdóttir, Arctic Services
Gylfi Sigfússon, Eimskip
Haukur Óskarsson, Refskegg
Helgi Már Björgvinsson, Icelandair Group
Ingvar Eyfjörð, Álftavík
Róbert Guðfinnsson, Genis
Runólfur Benediktsson, Íslandsbanki


Áheyrnarfulltrúar

Embla Eir Oddsdóttir, Norðurslóðanet Íslands
Pétur Reimarsson, Samtök atvinnulífsins
Ragnar Þorvarðarson, Utanríkisráðuneytið